Tillagan gengur út á að hafa einfalda og samþætta hönnun, tæknilegar lausnir og innsetningar fyrir alla viðkomustaði Borgarlínu. Hugmyndafræði tillögunnar er þróuð út frá einni grunneiningu sem gerir tillöguna mjög sveigjanlega og býr til möguleika á mismunandi útfærslum m.t.t. krafna og aðstæðna.
Með skýrskotun í áferð og munstur hraunstraums vísar tillagan í augnablik fortíðinnar sem sem er eins og myndað form „frosið“ í tíma, er hugmyndafræðinni ætlað að tjá kröftuga náttúru Íslands. Tillagan skapar einnig tilfinningu fyrir hreyfingu þó svo hraunmyndunin standist tímans tönn. Mát formsins endurspeglast í götugögnunum og myndar sjónræna tilvísun til hreyfingar. Lengd skýla og palla má auðveldlega aðlaga að aðstæðum og áætluðum fjölda farþega.
Annað forgangsatriði er einfalt skipulag og góð lýsing. Stoppistöðvar eru hannaðar til að þjóna rekstrarþörfum og þægindum notenda ásamt að auka ánægjulega upplifun af því að nota Borgarlínu. Mikilvægur þáttur fyrir góða upplifun er vörn gegn veðri og vindum og að skýlið myndi slíkt rými þó að biðin sé ekki löng.
Einfalt og skýrt efnisval ásamt vel útfærðum lausnum eykur hagkvæmni og endingu, auðveldar smíði á Íslandi og minnkar alla viðhaldsþörf. Stál, harðviður og gler í einföldum grunnformum sem verður auðvelt að setja saman og aðlaga mismunandi aðstæðum. Einfalt eðli lausnarinnar styður við stærðarhagkvæmni og minnkar kostnað við fjölgun stöðva um borgina. Stöðvarnar verða látlausar á daginn, þegar ys og þys borgarinnar munu ráða ríkjum, en þær munu breytast í hlýjar fallega upplýstar táknmyndir á nóttunni.