Hönnun byggingarinnar við Völuskarð 14a og 14b sem er á tveimur hæðum mótast af miklu leyti af því landslagi hún stendur í og þeim halla sem einkennir landslagið. Aðal inngangar eru í götuhæð tengjast inná opna aðalhæð með stóra gluggahlið og fallegt útsýni til suðvesturs.
Öll svefnherbergi eru á neðri hæð byggingana sem hefur útgang út á stóra verönd fyrir hvora íbúð. Til að brjóta upp massa byggingana eru þær stallaðar í plani um 2 m en sama var lagt til grundvallar við val á áferð og lit klæðinga.
Við hönnun á innri rýmum var lögð áhersla á einfaldleika, nákvæmni og nýtingu rýma í bland við milda nálgun við efnisval.