Laufásvegur 50

Staðsetning : Reykjavík, Ísland

Verkefnið : Endurgerð og endurbætur á einbýlishúsi, skúr og lóð 

Stærð : 255 m²

Byggingarár : Í byggingu

Laufásvegur 50 er steinsteypt einbýlishús sem reist var árið 1926. Fyrir utan smávægilegar viðbætur á húsinu að utanverðu í gegnum tíðina hefur ekki verið farið í endurbætur og mikið farið að sjá á húsinu sjálfu, skúrnum í bakgarðinum og á lóðinni kringum húsið.

Verkefnið fól í sér að fara í gagngerar endurbætur á húsinu ásamt endurhönnun sem tekur hliðsjón af upprunalegu húsi, umhverfinu og tíðaranda húsagerðar frá þriðja áratug 20. aldar í Reykjavík ásamt því að uppfæra innra skipulag að nútímalegum lífsstíl og þörfum eigenda með það að markmiði að draga fram gæði hússins og gera það reisulegra svo það falli vel inn í fallega umgjörð götumyndar Laufásvegar.

Ytra byrði íbúðarhússins var breytt með því að hækka þakið í samræmi við hefð portbyggðra steinsteyptra húsa frá þeim tíma sem húsið er reist, setja kvista af sömu stærð á báðar hliðar hússins, endurnýja og stækka forstofubyggingu á gafli og gera einnar hæðar viðbyggingu með þaksvölum út í bakgarðinn. Allir gluggar og frágangur voru uppfærðir í samræmi við upphaflega gerð hússins. Skúrinn á baklóðinni var endurgerður, einangraður og klæddur að utanverðu með bárujárni og lóðin var endurskipulögð og endurhönnuð. Allar lagnir og búnaður voru uppfærðar skv. nútíma kröfum ásamt endurhönnun á burðarvirki að hluta. 

Breytingar á innra byrði fólust endurskipulagi allra hæða, endurgerð stiga, baðherbergja og innréttinga þar sem fléttast saman tíðarandi hússins í bland við tímalausa nútímalega hönnun.

Fleiri verkefni

Fyrri reynsla
Dalur
Frosin Hreyfing
Skylodge
Hjúkrunarheimili
Kambastaðir
Hringhamar
Völuskarð
Björkurstekkur
U13
B6
is en
Menu
Verkefni Teymið ÞJÓNUSTA Samband