Byggingarnar eru staðsettar í afskekktum dal og umkringdar fjöllum sem skapa næði og veita vernd gegn sterkum norðlægum vindunum.
Hönnun bygginganna tekur sterkt mið af landslaginu og suðurhliðin hjúfrar sér þétt upp að því og býr til skjólgott útisvæði milli bygganna, en norðurhliðin með stórum gluggaflötum opnar byggingarnar að stórbrotnu útsýni út yfir dalinn.
Ytra yfirborð er klætt dökku “anodiseruðu” báruáli og þakið klætt með gróðurþekju. Innra byrði er timburklætt.
Öll herbergi bygginganna eru með stórum gluggum til að tryggja gott flæði náttúrulegrar birtu ásamt því að ramma inn útsýnið og tengja innra rýmið við náttúruna.