Hverfið Hamranes í Hafnarfirði sem er nú í uppbyggingu er nýtt úthverfi fyrir íbúðir og þjónustu. Hringhamar 7 er 4 hæða L-laga bygging með 28 íbúðum við Ásvallabraut sem er tengibraut fyrir svæðið.
Okkar nálgun var að breyta deiliskipulagsákvæðum með því að snúa byggingunni til að fá rúmgóðar svalir til suðurs og austurs og þar með hleypa sólarljósi á svalirnar og opna íbúðirnar að fallegu útsýninu. Á sama tíma hönnuðum við lokaða svalaganga að mestum hluta sem snúa að umferðaræðum í norður og vestur. Með þessu skapast mun meiri gæði fyrir íbúðir þar sem áhrif hljóðmengunar eru minnkuð verulega og allar íbúðir snúa að rólegu miðsvæði með leikvelli.
Í lausn UNDRA á klæðningum var leitast við að finna ferska útfærslur með tilvísun í hefðbundna báruklæðningu sem brýtur upp langar hliðarnar með sjónarspili við umhverfið og samspili ljóss og skugga ásamt því að takast á við að gera svalargangana hluta af byggingunni og gefa byggingunni sérstöðu.