Björkurstekkur

Björkurstekkur 

Staðsetning: Selfoss, Ísland

Verkefnið: Fimm íbúða raðhús á einni hæð

Stærð: 675m2

Byggingarár: 2022 – 

Um er að ræða 5 íbúða raðhús á einni hæð. Byggingin er staðsett á hornlóð í botnlanga við Björkurstekk á Selfossi.

Hugmyndin gengur út á einfaldleika og endurtekningu. Byggingin samanstendur af 5 íbúðareiningum. 3 miðjueiningarnar eru eins og svo eru 2 endaeiningar með bílskúr. Til þess að ná fram skjóli fyrir vindum sem og næði fyrir íbúa, eru 2,5m háir sjónsteypu veggir staðsettir á fram- og bakliðum á milli íbúðaeininga og á báðum endum. Þessir samhliða veggir mynda einnig ákveðin sjónræn áhrif og brjóta upp bak og framhliðar byggingarinnar og gefa byggingunni sérstöðu. Uppbrot eru í útveggjum hverrar einingar sem svo annaðhvort endurtekur sig eða speglast til þess að auka uppbrot í langhliðum byggingarinnar og myndar innskot fyrir skjólgóðum inngöngum undir útkragandi þakskyggninu. Á suðurhlið eru garðar fyrir íbúa og sólpallar sem staðsettir eru á milli skilveggjanna. Íbúðirnar eru allar fjögurra herbergergja þar sem baðherbergi, þvottarými, barna- og gestaherbergi eru öll með niðurteknu lofti. Þegar gengið er lengra inn í rýmið eykst lofthæðin í stóru almennu rými þar sem staðsett eru eldhúsið, stofa og borðstofa með góðri birtu og aðgengi að sólpalli og garði.

Efnisvalið er einfalt og samanstendur af sjónsteypu með borðaáferð og lóðréttri lerkiklæðningu á svörtum bakgrunni. Þar sem þakið skagar út og myndar skyggni við innganga á fram- og bakhlið er notuð dökk álklæðning í sama lit og gluggaprófílar svo þeir fletir séu inndregnir og hlutlausir til að sterk efniskend steypunnar og timbursins fái að njóta sýn til fulls.

Fleiri verkefni

Fyrri reynsla
Dalur
Laufásvegur 50
Frosin Hreyfing
Skylodge
Hjúkrunarheimili
Kambastaðir
Hringhamar
Völuskarð
U13
B6
is en
Menu
Verkefni Teymið ÞJÓNUSTA Samband