Meginmarkmið tillögunar er að búa til heimili og starfsumhverfi þar sem byggingin og nánasta umhverfi hennar stuðli að vellíðan, hugarró, öryggi og lífsgleði sem um leið dregur úr hættu á einmannaleika og leiða.
Með fjölbreyttum sameiginlegum samverurýmum, bæði innan- og utanhúss er stutt við tjáningu og frelsi einstaklingsins til að hann geti hagað lífi sínu að eigin vild en jafnframt tekið þátt í að móta nærumhverfi sitt í einkarýmum heimilisins.
Hugmyndafræðin byggir á nútíma hugmyndum um rekstur og hönnun hjúkrunarheimila eins og t.d. Eden hugmyndafræðinni þar sem áhersla er lögð á lífsgæði, vellíðan íbúa og starfsfólks og búa til heimilislegar aðstæður þar sem íbúar geta haldið áfram að lifa lífi sínu á sem eðlilegasta máta þó svo að umhverfið sé sérhannað með breyttar aðstæður þeirra í huga.
Ásamt því að hanna hjúkrunarheimili sem hefur þau gæði sem lýst er hér að ofan er lögð mikil áhersla á sveigjanleika í allri hönnun svo auðveldlega hægt sé að gera breytingar á innra fyrirkomulagi til að takast á við þær breytingar og áherslur sem framtíðin ber í skauti sér án mikils tilkostnaðar.